Ógróin jörð
Über das eBook
Ógróin jörð er smásagnasafn sem var jafnframt fyrsta bók höfundar. Hún orsakaði töluverðar deilur á sínum tíma og skrifaði Halldór Laxness meðal annars umdeildan ritdóm um hana, þá aðeins átján ára að aldri. Sögurnar endurspegla stjórnmálaskoðanir höfundar og er efni þeirra mikið til úr samtíma hans. Sögurnar eru: Þórólfur, Leikföngin, Forboðnir ávextir, Hún kemur seinna, Guðsdýrkun, Sól og stjarna og síðasta sagan ber nafnið Söknuður.-
Über den Autor
Jón Friðrik Björnsson fæddist árið 1891 á Upsaströnd í Eyjafirði. Hann flutti seinna til Dalvíkur og kenndi sig gjarnan við bæinn. Árið 1918 fór hann til Reykjavíkur, þar sem hann hafði fengið vinnu sem blaðamaður. Hann starfaði svo við blaðamennsku og ritstjórn alla sína tíð, en fékkst einnig við skáldskap og eftir hann liggja bæði smásögur, skáldsögur, ljóð og leikrit. Hann var mikill hugsjónamaður, eins og sést vel í skáldskap hans. Jón lést fyrir aldur fram árið 1930 eftir skurðaðgerð.
Produkt Details
Verlag: SAGA Egmont
Genre: Sprache - Sonstige
Sprache: ice
Umfang: 234 Seiten
Größe: 402,3 KB
ISBN: 9788728240465
Veröffentlichung: 22. Juli 2022