Kormáks saga
About the eBook
Kormáks saga gerist á tíundu öld og aðalpersónur verksins eru Kormákur Ögmundarson og hans stóra ást, Steingerður. Kormákur var eitt nafnkunnasta skáld síns tíma og segir sagan frá honum, eirðarlausum förumanni á ferð um Ísland, Noreg og Bretlandseyjar. Verkið inniheldur fjölmörg ljóð sem eignuð eru Kormáki og eru þau mörg hver ástarjátningar til Steingerðar en í sögunni má finna ríflega áttatíu dróttkvæði. Kvæðin fjalla um ástina, lof til Steingerðar en einnig má í þeim finna niðrandi orðsendingar til eiginmanns hennar. Sagan er talin vera með fyrstu Íslendingasögum sem skrifaðar voru en hún hefur varðveist vel.-
About the Author
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
Product Details
Publisher: SAGA Egmont
Genre: Sprache - Sonstige
Language: ice
Size: 30 Pages
Filesize: 335.4 KB
ISBN: 9788726225686
Published: Sept. 25, 2020